Fyrir Windows
Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.
Sæktu Windows .exe
skrána.
(Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.
Þegar búið er að sækja skrána, skaltu tvísmella á .exe
skrána. Farðu eftir ferlinu í leiðarvísisforritinu.
Fyrir macOS
Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.
Sæktu macOS .dmg
skrána.
(Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.
Þegar búið er að sækja skrána, skaltu tvísmella á .dmg
skrána. Farðu eftir ferlinu í leiðarvísisforritinu.
Fyrir GNU/Linux
Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.
Sæktu GNU/Linux .tar.xz
skrána.
(Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.
Nú skaltu fylgja annað hvort myndrænni eða skipanalínuaðferðinni:
Myndræn aðferð
Þegar búið er að sækja safnskrána, skaltu afþjappa hana með því að nota safnskráastjóra.
Þú þarft að gera GNU/Linux-kerfinu þínu skiljanlegt að þú viljir geta keyrt skeljaskriftur (shell scripts).
Farðu í skráastjóra yfir í þessa nýgerðu möppu með Tor-vafranum.
Hægrismelltu á start-tor-browser.desktop
, opnaðu Eiginleikar/Kjörstillingar (Properties/Preferences) og breyttu heimildum til að leyfa keyrslu skrárinnar sem forrits.
Tvísmelltu á táknmyndina til að keyra Tor-vafrann í fyrsta skipti.

Athugið: Á Ubuntu og einhverjum öðrum dreifingum getur gerst ef þú reynir að ræsa start-tor-browser.desktop
skrána, að textaskrá opnist.
Til að breyta þessari hegðun og ræsa beint Tor-vafrann, skaltu gera þetta:
- Opna "Skrár" (GNOME Files/Nautilus)
- Smella á Kjörstillingar.
- Fara á flipann 'Hegðun'.
- Veldu "Keyra" eða "Spyrja hvað eigi að gera" í "Keyranlegar textaskrár" hlutanum.
- Ef þú velur það síðarnefnda þarftu að ýta á "Keyra" eftir að
start-tor-browser.desktop
-skráin er ræst.

Skipanalínuaðferð
Þegar búið er að sækja safnskrána, skaltu afþjappa hana með skipuninni tar -xf [TB-safnskrá]
.
Einnig er hægt að ræsa Tor-vafrann af skipanalínu með því að keyra eftirfarandi skipun úr möppu Tor-vafrans:
./start-tor-browser.desktop
Athugaðu: Ef ekki tekst að keyra þessa skipun, þarftu sennilega að gera skrána keyranlega. Keyrðu innan úr þessari möppu: chmod +x start-tor-browser.desktop
Ýmsa viðbótarrofa er hægt að nota með start-tor-browser.desktop
af skipanalínunni:
Rofi |
Lýsing |
--register-app |
Til að skrá Tor-vafrann sem skjáborðsforrit. |
--verbose |
Til að birta frálag Tor og Firefox í skjáherminum. |
--log [file] |
Til að skrá frálag Tor og Firefox í skrá (sjálfgefið: tor-browser.log). |
--detach |
Til að leysa út úr skjáhermi og keyra Tor-vafrann í bakgrunni. |
--unregister-app |
Til að afskrá Tor-vafrann sem skjáborðsforrit. |
Skoðaðu hér hvernig á að uppfæra Tor-vafrann.