JAVASCRIPT

JavaScript er forritunarmál sem notað er við smíði vefsvæða til að framkalla gagnvirka þætti á borð við myndskeið, hreyfingar, hljóð og atburði á tímalínu. Því miður er einnig hægt að nota JavaScript til að komast framhjá öryggisstillingum vafrans, sem aftur getur leitt til auðkenningar á þeim sem hann nota.

Tor-vafrinn kemur með forritsviðbót sem kallast NoScript, hún er aðgengileg í gegnum 'Kjörstillingar' (eða "Valkostir" á Windows) á aðalvalmyndinni (hamborgarinn ≡), síðan á að velja 'Sérsníða' og draga síðan 'S'-táknmyndina efst í hægra horn gluggans. NoScript gerir þér kleift að stýra JavaScript-skriftum (og öðrum skriftum) sem keyra á einstökum vefsíðum eða að loka algerlega á þær.

Notendur sem þurfa hátt öryggisstig við vafur sitt á netinu ættu að stilla öryggisstillingasleða Tor-vafrans á “Öruggara” (sem gerir JavaScript óvirkt á vefsvæðum sem ekki nota HTTPS) eða á “Öruggast” (sem lokar á JavaScript á öllum vefsvæðum). Hinsvegar, að gera JavaScript óvirkt mun valda því að margir vefir birtast ekki rétt, því er sjálfgefin stilling Tor-vafrans að leyfa öllum vefsvæðum að keyra skriftur í "Staðlað" hamnum.

VIÐBÆTUR FYRIR VAFRANN

Tor-vafrinn er byggður á Firefox, allar vafraviðbætur eða þemu sem eru samhæfð við Firefox er einnig hægt að setja upp í Tor-vafranum.

Hinsvegar, einu viðbæturnar sem prófaðar hafa verið fyrir notkun með Tor-vafranum eru þær sem koma sjálfgefið uppsettar með honum. Uppsetning á öllum öðrum vafraviðbótum getur skemmt virkni Tor-vafrans eða valdið alvarlegum vandamálum varðandi nafnleynd þína og öryggi. Mælt er sterklega gegn því að aðrar viðbætur séu settar upp, auk þess sem Tor-verkefnið býður ekki neina aðstoð gagnvart vöfrum með slíkum uppsetningum.

FLASH MARGMIÐLUNARSPILARI

Flash var margmiðlunarhugbúnaður notaður á vefsvæðum til að birta myndskeið og gagnvirk atriði, til dæmis í leikjum. Það var gert sjálfgefið óvirkt í Tor-vafranum þar sem það hefði getað ljóstrað upp um raunverulega staðsetningu þína og IP-vistfang. Tor-vafrinn styður ekki lengur Flash og er ekki hægt að virkja það.

Megninu af eiginleikum Flash hefur verið skipt út með HTML5-staðlinum, sem reiðir sig mikið á JavaScript. Myndskeiðasöfn á netinu eins og YouTube eða Vimeo hafa farið yfir í að nota HTML5 og styðjast ekki lengur við Flash.