Lokað getur verið á beinan aðgang að Tor-netkerfinu af netþjónustuaðilanum þínum (ISP) eða ríkisstjórn. Tor-vafrinn iniheldur ýmis verkfæri til að komast framhjá slíkum lokunum. Þessi verkfæri kallast “pluggable transport tengileiðir”. Skoðaðu síðuna Pluggable Transport tengileiðir til að sjá nánari upplýsingar um þær gerðir tengileiða sem tiltækar eru.

Í augnablikinu býður Tor-vafrinn upp á fjórar gerðir 'pluggable transport' tengileiða.

NOTKUN 'PLUGGABLE TRANSPORT' TENGILEIÐA

Til að nota 'pluggable transport' tengileið, skaltu smella á 'Stilla' í Tor-ræsiglugganum sem birtist þegar þú ert að nota Tor-vafrann í fyrsta skipti.

Þú getur líka stillt 'pluggable transport' tengileiðir á meðan Tor-vafrinn er í gangi með því að smella á lauktáknið vinstra megin við slóðastikuna, og velja þar 'Netkerfisstillingar Tor'.

Veldu 'Tor er ritskoðað í landinu mínu' og smelltu síðan á 'Velja innbyggða brú'. Smelltu á fellivalmyndina og veldu hvaða 'pluggable transport' tengileið þú vilt nota..

Smelltu á 'Í lagi' til að vista stillingarnar þínar.

HVAÐA TENGILEIÐ ÆTTI ÉG AÐ NOTA?

Hver og ein tengileið sem taldar eru upp í valmynd Tor-ræsisins virkar á mismunandi hátt (skoðaðu Pluggable Transport tengileiðir síðuna fyrir nánari útlistun), og eru áhrif þeirra og virkni háð því í nákvæmlega hvaða aðstæðum þú ert.

Ef þú ert að reyna að komast framhjá útilokaðri tengingu í fyrsta skipti, ættirðu að prófa eftirfarandi tengileiðir: obfs3, obfs4, fte, og meek-azure.

Ef þú prófar alla þessa valkosti og enginn þeirra getur tengt þig við netið, muntu þurfa að setja handvirkt inn vistföng fyrir brýr. Lestu kaflann um Brýr til að sjá hvað brýr eru og hvernig eigi að verða sér úti um þær.