Kerfiskröfur

Tor-vafrinn er byggður á Mozilla Firefox ESR-útgáfunni (Extended Support Release), sem er uppfærð öðru hvoru til að taka inn mikilvægar öryggisuppfærslur frá aðalútgáfu Firefox. Vegna þessara uppfærslna geta eldri stýrikerfi með tímanum orðið ósamhæfð nýrri útgáfum tengds hugbúnaðar, sem aðeins eru í boði á nýrri útgáfum stýrikerfa. Að viðhalda stuðningi við úrelt stýrikerfi myndi koma niður á öryggi Tor-vafrans, þar sem það myndi krefjast að nýir öryggiseiginleikar yrðu óvirkir, sem annars væru nauðsynlegir til að vernda nafnleysi fólks á netinu.

Athugaðu: Stuðningi við Windows 7, 8 og 8.1 og einnig macOS 10.12 til 10.14 er hætt frá og með Tor-vafranum útgáfu 14. Users on these legacy operating systems will continue to receive security updates for Tor Browser 13.5 for until at least September of 2025. Please follow the instructions on this Tor Forum post to download Tor Browser 13.5 legacy. Við mælum eindregið með því að notendur uppfæri stýrikerfin sín til að hafa aðgang að allra nýjustu uppfærslum og öryggiseiginleikum sem Tor-vafrinn býður.

Windows

Stýrikerfi (32-bita og 64-bita):

  • Windows 10
  • Windows 11

macOS

  • macOS 10.15 og nýrra.

Linux

Tor-vafrinn er studdur á öllum helstu Linux-byggðum stýrikerfum. Endilega láttu vita ef þú rekst á einhver vandamál við uppsetningu.

Android

  • Android 5.0 eða nýrra.

Uppsetning

Fyrir Windows

  1. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  2. Sæktu Windows .exe skrána.

  3. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.

  4. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu tvísmella á .exe skrána. Farðu eftir ferlinu í leiðarvísisforritinu.

Fyrir macOS

  1. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  2. Sæktu macOS .dmg skrána.

  3. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.

  4. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu tvísmella á .dmg skrána. Farðu eftir ferlinu í leiðarvísisforritinu.

Fyrir Linux

  1. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  2. Sæktu Linux .tar.xz skrána.

  3. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skrárinnar.

  4. Nú skaltu fylgja annað hvort myndrænni eða skipanalínuaðferðinni:

Myndræn aðferð

  • Þegar búið er að sækja safnskrána, skaltu afþjappa hana með því að nota safnskráastjóra.

  • Farðu í möppu Tor-vafrans.

  • Smelltu á start-tor-browser.desktop-skrána til að ræsa vafrann.

Athugaðu: Ef þessi skref virka ekki, ættirðu að prófa eftirfarandi aðferð á skipanalínu.

Skipanalínuaðferð

  • Þegar búið er að sækja safnskrána, skaltu afþjappa hana með skipuninni tar -xf [TB-safnskrá].

  • Einnig er hægt að ræsa Tor-vafrann af skipanalínu með því að keyra eftirfarandi skipun úr möppu Tor-vafrans:

    ./start-tor-browser.desktop

    Athugaðu: Ef ekki tekst að keyra þessa skipun, þarftu sennilega að gera skrána keyranlega. Keyrðu innan úr þessari möppu: chmod +x start-tor-browser.desktop

  • Til að skrá Tor-vafrann sem skjáborðsforrit og hafa hann þannig aðgengilegan í forritavalmyndum, skaltu keyra þessa skipun:

    ./start-tor-browser.desktop --register-app

Skoðaðu hér hvernig á að uppfæra Tor-vafrann.