Sjálfgefið verndar Tor-vafrinn öryggi þitt með því að dulrita vafurgögnin þín. Þú getur aukið öryggi þitt enn frekar með því að gera óvirka ýmsa eiginleika vefja sem annars geta sett öryggi þitt og nafnleynd í hættu. Þú getur gert þetta með því að auka öryggisstig Tor-vafrans í valmynd skjaldarins. Hækkun á öryggisstigi Tor-vafrans mun koma í veg fyrir að sumar vefsíður virki almennilega, þannig að þú verður ævinlega að vega og meta öryggið sem þú vilt njóta á móti notagildinu sem þú þarfnast.

AÐ FINNA ÖRYGGISSTILLINGARNAR

Hægt er að komast í öryggisstillingarnar með því að smella á skjaldartáknið næst slóðastiku Tor-vafrans. Til að skoða og aðlaga öryggisstillingar þínar, skaltu smella á 'Stillingar'' í valmynd skjaldarins.

Click on 'Settings' under the shield menu

ÖRYGGISSTIG

Hækkun á öryggisstigi öryggisstillinga Tor-vafrans mun gera óvirka að fullu eða að hluta ýmsa eiginleika vafrans, til að verja þig fyrir mögulegum árásum. Þú getur virkjað þessar stillingar aftur hvenær sem er með því að breyta öryggisstiginu þínu.

Öryggisstig er núna stillt á Öruggast

Staðlað
  • Á þessu öryggisstigi eru allir eiginleikar vafrans og vefsvæðisins virkjaðir.
Öruggara
  • Þetta stig gerir óvirka ýmsa eiginleika vefsvæða sem oft eru hættulegir, en veldur því einnig að sum vefsvæði hætta að virka eins og þau eiga að gera.

  • JavaScript er sjálfgefið óvirkt á öllum vefjum sem ekki nota HTTPS; sumt letur og stærðfræðitákn eru gerð óvirk; smella verður á hljóð og myndskeið (HTML5-margmiðlun) til að þau spilist.

Öruggast
  • Þetta öryggisstig leyfir einungis þá eiginleika sem nauðsynlegir eru fyrir föst (static) vefsvæði og grunnþjónustur. Þessar breytingar hafa áhrif á myndir, margmiðlunargögn og skriftur.

  • JavaScript er sjálfgefið óvirkt á öllum vefjum; sumt letur, stærðfræðitákn og myndir eru gerð óvirk; smella verður á hljóð og myndskeið (HTML5-margmiðlun) til að þau spilist.