Onion services (formerly known as "hidden services") are services, like websites, that are only accessible through the Tor network.

Onion-þjónustur hafa ýmsa kosti í för með sér fram yfir venjulegar þjónustur á hinum opinbera veraldarvef:

  • Staðsetning og IP-vistfang onion-þjónustu eru falin, sem gerir andstæðingum erfitt fyrir að ritskoða eða auðkenna rekstraraðila þjónustunnar.
  • Öll umferð milli Tor-notenda og onion-þjónustna er enda-í-enda dulrituð, þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að tengjast með HTTPS.
  • The address of an onion service is automatically generated, so the operators do not need to purchase a domain name.
  • Because of the cryptography involved, the .onion URL lets Tor ensure that it is connecting to the right location and that the connection is not being tampered with.

HVERNIG Á AÐ TENGJAST ONION-ÞJÓNUSTU

Just like any other website, you will need to know the address of an onion service in order to connect to it. An onion address consists of 56 letters and numbers, followed by ".onion".

Þegar tengst er við vefsvæði sem notar onion-þjónustu, birtir Tor-vafrinn í slóðastikunni táknmynd af litlum grænum lauk sem stendur fyrir ástand tengingarinna: örugg og notar onion-þjónustu. Þú getur fræðst meira um onion-vefsvæðið sem þú ert að skoða með því að kíkja á birtingu rása.

Önnur leið til að skoða upplýsingar um onion-vefsvæði væri ef vefstjóri þess hafi sett upp fyrirbæri sem kallast Onion-staðsetning (onion-location). Onion-staðsetning er óstaðlaður HTTP-haus sem vefsvæði geta notað til að auglýsa samsvarandi onion-vef. Ef vefsvæðið sem þú ert að skoða á sér líka onion-vefsvæði, mun birtast fjólublá áminning í staðsetningastiku Tor-vafrans með áletruninni ".onion er tiltækt". Þegar þú smellir á ".onion er tiltækt" verður vefsvæðið endurlesið og endurbeint á tilheyrandi onion-vef.

Onion-Location

To always prioritize onion site versions of websites, you can enable automatic Onion-Location redirects. Smelltu á aðalvalmyndina (≡ hamborgarann), farðu í Stillingar, smelltu á Friðhelgi og öryggi og í kaflanum um Onion-þjónustur skaltu leita að færslunni "Gefa .onion-vefjum forgang þegar þeir eru þekktir." og merkja við valkostinn "Alltaf". Or you can copy and paste this URL in a new tab: about:preferences#privacy and change this setting.

AUÐKENNING ONION-ÞJÓNUSTU

Auðkennd onion-þjónusta er þjónusta á borð við onion-vefsvæði sem krefst auðkenningarteikns af hálfu biðlaraforrits Áður en veittur er aðgangur að þjónustunni. Sem Tor-notandi geturðu auðkennt þig beint í Tor-vafranum. Til að fá aðgang að þessari þjónustu, þarftu að fá aðgangsauðkenni hjá rekstraraðila onion-þjónustunnar. Þegar komið er inn á auðkennda onion-þjónustu mun Tor-vafrinn birta tákn fyrir lítinn gráann lykil í veffangastikunni, auk vísbendingar sem birtist við yfirsvif bendils. Settu gildan einkalykil þinn í inntaksreitinn.

Client Authorization

VILLUR Í ONION-ÞJÓNUSTUM

Ef þú getur ekki tengst við onion-vefsvæði, mun Tor-vafrinn gefa upp sérstaka villumeldingu með upplýsingum um hvers vegna vefsvæðið sé ekki aðgengilegt. Villur geta komið upp í mismunandi lögum: villur í biðlara (forriti notandans), villur í netkerfi eða villur í þjónustum. Sumar af þessum villum er hægt að lagfæra með því að fylgja leiðbeiningum til að finna lausn á vandamálum. Taflan sýnir allar mögulegar villur og til hvaða aðgerða þú ættir að taka til að leysa vandamálið.

Kóði Titill villu Stutt lýsing
0xF0 Onionsite Not Found Líklegasta skýringin er að onion-svæðið sé aftengt við netið. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins.
0xF1 Onionsite Cannot Be Reached Ekki er hægt að tengjast onion-svæðinu vegna innri villu.
0xF2 Onionsite Has Disconnected Líklegasta skýringin er að onion-svæðið sé aftengt við netið. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins.
0xF3 Unable to Connect to Onionsite Onion-svæðið er upptekið eða Tor-netið yfirhlaðið. Reyndu aftur síðar.
0xF4 Onionsite Requires Authentication Aðgangur að onion-svæðinu krefst lykilorðs en ekkert var gefið upp.
0xF5 Onionsite Authentication Failed Lykillinn sem þú gafst upp er rangur eða hefur verið afturkallaður. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins.
0xF6 Invalid Onionsite Address Uppgefið vistfang onion-svæðisins er ógilt. Gakktu úr skugga um að þú hafir sett það rétt inn.
0xF7 Onionsite Circuit Creation Timed Out Mistókst að tengjast onion-svæðinu, mögulega vegna lélegrar nettengingar.

LAUSN Á VANDAMÁLUM

Ef þú nærð ekki tengingu við onion-þjónustuna sem þú baðst um, gakktu fyrst úr skugga um að þú hafir sett onion-vistfangið rétt inn: minnstu mistök munu koma í veg fyrir að Tor-vafrinn nái sambandi við vefsvæðið.

If you are trying to access a 16 character (the shorter "V2 format") onion service, this type of address no longer works on today's Tor network.

Þú getur prófað hvort hægt sé að ná sambandi við aðrar onion-þjónustur með því að tengjast við onion-þjónustu DuckDuckGo.

Ef þér tekst ekki enn að tengjast onion-þjónustunni eftir að hafa yfirfarið vistfangið, prófaðu þá aftur síðar. Það gæti verið tímabundið tengivandamál í gangi, nú eða að rekstraraðilar vefsvæðisins hafi tekið það úr sambandi án aðvörunar.