Tor-vafrinn hefur ekki áhrif á neitt af fyrirliggjandi hugbúnaði eða stillingum á tölvunni þinni. Að fjarlægja Tor-vafrann mun ekki breyta neinu varðandi hugbúnað eða stillingar kerfisins.

Að fjarlægja Tor-vafrann úr tölvunni þinni er einfalt:

  1. Finndu möppu Tor-vafrans. Sjálfgefin staðsetning á Windows er Skjáborð/Desktop; á macOS er það Applications-mappan. Á Linux er engin sjálfgefin staðsetning, hinsvegar mun mappan heita "tor-browser_en-US" ef þú ert að keyra ensku útgáfuna af Tor-vafranum.

  2. Eyddu möppu Tor-vafrans.

  3. Tæmdu ruslið

Athugaðu að venjulega "Taka út forrit" eining stýrikerfisins þíns er ekki notuð.