Þá ættir að geta farið að vafra um vefinn með Tor-vafranum fljótlega eftir að forritið er ræst, og með því að smella á “Tengjast” hnappinn ef þú ert að nota forritið í fyrsta sinn.

QUICK FIXES

Ef Tor-vafrinn tengist ekki, þá gæti samt verið einhver einföld lausn. Prófaðu allar eftirfarandi leiðir:

  • Kerfisklukka tölvunnar þinnar verður að vera rétt stillt, annars getur Tor ekki tengst.
  • Gakktu úr skugga um að ekki sé þegar annað tilvik Tor-vafrans í gangi. Ef þú ert ekki viss um hvort svo sé, skaltu einfaldlega endurræsa tölvuna.
  • Gakktu úr skugga um að ekki sé eitthvað vírusvarnaforrit að koma í veg fyrir að Tor geti keyrt. Þú ættir kannski að skoða hjálparskjöl vírusvarnaforritsins þíns ef þú veist ekki hvernig eigi að koma í veg fyrir þetta.
  • Gerðu eldvegginn þinn tímabundið óvirkann.
  • Eyddu Tor-vafranum og settu hann upp aftur. Ef þú ert að uppfæra, ekki bara skrifa yfir fyrri skrár Tor-vafrans; tryggðu að þeim sé eytt áður en þú hefst handa við uppfærsluna.

IS YOUR CONNECTION CENSORED?

Ef þú getur samt ekki tengst, þá gæti netþjónustan þín verið að ritskoða tengingar við Tor-netkerfið. Lestu kaflann um Hjáleiðir til að finna hugsanlegar lausnir.

KNOWN ISSUES

Tor-vafrinn er í stöðugri þróun, má gera ráð fyrir að sum vandamál séu þekkt en ekki sé búið að laga þau. Skoðaðu síðuna Þekkt vandamál til að sjá hvort vandamálin sem hrjá þig séu þegar tilgreind þar.