Ef slíks er óskað, má gera Tor-vafrann færanlegan (portable) með því að yfirfæra hann úr uppsetningamöppunni beint yfir á útskiptanlega gagnamiðla á borð við USB-minnislykla eða SD-minniskort. Það er ráðlagt að nota skrifanlega gagnamiðla, svo hægt sé að uppfæra Tor-vafrann eftir þörfum.

Fyrir Windows:

  1. Tengdu inn útskiptanlega gagnamiðilinn og forsníddu hann. Hvaða skráakerfi sem er mun virka.

  2. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  3. Sæktu Windows .exe skrána og vistaðu hana beint á gagnamiðilinn.

  4. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skránna.

  5. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu smella á .exe skrána og hefja uppsetningarferlið.

  6. Þegar uppsetningarforritið spyr hvar eigi að setja Tor-vafrann upp, skaltu velja útskiptanlega gagnamiðilinn þinn.

Fyrir macOS:

  1. Tengdu inn útskiptanlega gagnamiðilinn og forsníddu hann. Þú verður að nota Mac OS Extended (Journaled) skráakerfi.

  2. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  3. Sæktu macOS .dmg skrána og vistaðu hana beint á gagnamiðilinn.

  4. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skránna.

  5. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu smella á .dmg skrána og hefja uppsetningarferlið.

  6. Þegar uppsetningarforritið spyr hvar eigi að setja Tor-vafrann upp, skaltu velja útskiptanlega gagnamiðilinn þinn.

Fyrir GNU/Linux:

  1. Tengdu inn útskiptanlega gagnamiðilinn og forsníddu hann. Hvaða skráakerfi sem er mun virka.

  2. Farðu á niðurhalssíðu Tor-vafrans.

  3. Sæktu Linux .tar.xz skrána og vistaðu hana beint á gagnamiðilinn.

  4. (Ráðlagt) Sannreyndu undirritun skránna.

  5. Þegar búið er að sækja skrána, skaltu einnig afþjappa safnskrána á gagnamiðilinn.