• Tor þarfnast þess að kerfisklukkan þín (og tímabeltið) sé rétt stillt.

 • Eftirfarandi eldveggjarhugbúnaður er þekktur fyrir að trufla Tor og gæti þurft að gera tímabundið óvirkan:

  • Webroot SecureAnywhere
  • Kaspersky Internet Security 2012
  • Sophos Antivirus fyrir Mac
  • Microsoft Security Essentials
 • Myndskeið sem krefjast Adobe Flash eru ekki tiltæk. Öryggisins vegna er Flash gert óvirkt.

 • Tor getur ekki notað brú ef milliþjónn er stilltur.

 • Tor-vafrapakkinn er dagsettur þann 1. janúar, 2000 kl. 00:00:00 UTC. Þetta er til að tryggja að hver einasta byggingarútgáfa sé eins.

 • Til að keyra Tor-vafrann á Ubuntu, verða notendur að keyra skeljarskriftu (shell script). Opnaðu "Skrár/Files" (skráastjórann í Unity), opnaðu Kjörstillingar/Preferences → flipann Hegðun/Behavior → Stilltu "Keyra keyrsluskrár á textaformi þegar þær eru opnaðar" á "Spyrja í hvert skipti", og smelltu síðan á "Í lagi".

 • Hægt er að ræsa Tor-vafrann af skipanalínu með því að keyra eftirfarandi skipun úr möppu Tor-vafrans:

  ./start-tor-browser.desktop

 • BitTorrent is not anonymous over Tor.