Ef persónulegar upplýsingar á borð við lykilorð fyrir innskráningu fara ódulrituð yfir internetið, er mjög auðvelt að hlera þær. Ef þú ert að skrá þig inn á eitthvað vefsvæði, ættirðu að ganga úr skugga um að vefsvæðið bjóði HTTPS-dulritun, sem verndar gegn þessari tegun hlerana. Þú getur sannreynt þetta á staðsetningastikunni: ef tengingin þín er dulrituð, byrjar slóðin með “https://” í stað bara “http://”.

Einungis-HTTPS-hamur í Tor-vafranum

Einungis-HTTPS-hamur þvingar allar tengingar við vefsvæði til að nota örugga dulritaða tengingu sem kallast HTTPS. Flest vefsvæði styðja nú þegar HTTPS; sum styðja bæði HTTP og HTTPS. Að virkja þennan ham tryggir a allar tengingar þínar við vefsvæði séu uppfærðar í að nota HTTPS og séu þar af leiðandi öruggar.

Einungis-HTTPS-hamur í Tor-vafranum

Sum vefsvæði styðja einungis HTTP og þá er ekki hægt að uppfæra tenginguna. Ef HTTPS-útgáfa af vefsvæðinu er ekki til staðar, muntu sjá síðu með “Örugg tenging ekki tiltæk”:

Örugg tenging er ekki tiltæk á HTTP-vefsvæðum

Ef þú smellir á 'Halda áfram á HTTP-vefsvæði', samþykkir þú áhættuna og munt í framhaldinu skoða HTTP-útgáfu vefsvæðisins. Slökkt verður tímabundið á Einungis-HTTPS-ham fyrir það vefsvæði.

Smelltu á 'Til baka' hnappinn ef þú vilt forðast ódulrituðaðar tengingar.

Cryptocurrency safety

Tor Browser presents a security prompt if a cryptocurrency address has been copied from an insecure HTTP website. The cryptocurrency address could have been modified and should not be trusted. Clicking 'Reload Tab with a New Circuit' will attempt to load a secure version of the website with a new Tor circuit.

Cryptocurrency safety

If you click 'Dismiss' you accept the risk and the cryptocurrency address will be copied to the clipboard.

How HTTPS encryption and Tor works in Tor Browser to enhance your privacy and anonymity

Eftirfarandi skýringamynd sýnir hvaða upplýsingar eru sýnilegar milliliðum með og án Tor-vafrans með HTTPS-dulritun:

  • Smelltu á “Tor”-hnappinn til að sjá hvaða gögn eru sýnileg eftirlitsaðilum þegar þú ert að nota Tor. Hnappurinn verður grænn til að gefa til kynna að kveikt sé á Tor.
  • Smelltu á ““HTTPS””-hnappinn til að sjá hvaða gögn eru sýnileg eftirlitsaðilum þegar þú ert að nota HTTPS. Hnappurinn verður grænn til að gefa til kynna að HTTPS sé virkt.
  • Þegar báðir hnapparnir eru grænir, sérðu gögnin sem eru sýnileg milliliðum þegar þú notar bæði þessi verkfæri.
  • Þegar báðir hnapparnir eru gráir, sérðu gögnin sem eru sýnileg milliliðum þegar þú notar hvorugt þessara verkfæra.



MÖGULEGA SÝNILEG GÖGN
www.vefur.is
Vefsvæðið sem verið er að skoða.
notandi / lykilorð
Notandanafn og lykilorð sem notuð eru við auðkenningu.
gögn
Gögn sem verið er að senda.
staður
Netstaðsetning tölvunnar sem notuð er til að heimsækja vefsvæðið (opinbert IP-vistfang).
tor
Hvort verið er að nota Tor eða ekki.