'Pluggable Transport' tengileiðir eru verkfæri sem Tor getur notað til að fela netsamskiptin sem send eru út. Það nýtist vel í þeim tilfellum þegar netþjónustuaðili (ISP - Internet Service Provider) eða annað yfirvald er virkt í að útiloka tengingar við Tor-netkerfið.

GERÐIR 'PLUGGABLE TRANSPORT' TENGILEIÐA

Í augnablikinu eru tiltækar fimm 'pluggable transport' tengileiðir, en fleiri eru í undirbúningi.

obfs4 obfs4 lætur umferð í gegnum Tor líta út fyrir að vera tilviljanakennda, rétt eins og obfs3, en kemur einnig í veg fyrir að hægt sé að finna brýr með netskönnun. Minni líkur eru á að lokað sé á obfs4-brýr heldur en obfs3-brýr.
FTE FTE (format-transforming encryption) dulbýr Tor-umferð sem venjulega (HTTP) vefumferð.
meek meek tengileiðir eru allar að líkja eftir vafri á stórum þekktum vefsvæðum þrátt fyrir að vera að nota Tor. meek-amazon lætur líta út eins og þú sért að nota vefþjónustur Amazon; meek-azure lætur líta út eins og þú sért að nota vefsvæði hjá Microsoft; og meek-google lætur líta út eins og þú sért að nota leitarvef Google.
Snowflake Snowflake er endurbætt útgáfa af Flashproxy. Það sendir umferðina þína í gegnum WebRTC, jafningjasamskiptamáta sem drýpur í gegnum NAT (punching).
NOTKUN 'PLUGGABLE TRANSPORT' TENGILEIÐA

Til að nota 'pluggable transport' tengileið, skaltu smella á lauktáknið vinstra megin við slóðastikuna, eða smelltu á 'Stilla' ef þú ert að nota Tor-vafrann í fyrsta skipti.

Næst, veldu 'Netkerfisstillingar Tor' úr fellivalmyndinni.

Í glugganum sem birtist, skaltu velja 'Tor er ritskoðað í landinu mínu' og síðan smella á 'Velja innbyggða brú'.

Úr fellivalmyndinni skaltu velja hvaða 'pluggable transport' tengileið þú vilt nota.

Þegar þú hefur valið þá tengileið sem þú ætlar að nota, skaltu smella á 'Í lagi' til að vista stillingarnar þínar.