Tor-vafrinn inniheldur “öryggisstillingasleða” sem gerir þér kleift að gera óvirka ýmsa eiginleika vefja sem annars geta sett öryggi þitt og nafnleynd í hættu. Hækkun á öryggisstigi Tor-vafrans mun koma í veg fyrir að sumar vefsíður virki almennilega, þannig að þú verður ævinlega að vega og meta öryggið sem þú vilt njóta á móti notagildinu sem þú þarfnast.

Að finna öryggisstillingasleðann

Öryggisstillingasleðinn er í valmyndinni "Öryggisstillingar" í Tor-hnappnum.

Öryggisstig

Hækkun á öryggisstigi öryggisstillingasleðans mun gera óvirka að fullu eða að hluta ýmsa eiginleika vafrans, til að verja þig fyrir mögulegum árásum.

Öruggast
Á þessu stigi verða HTML5-margmiðlunargögn undir 'smella-til-að-spila' í gegnum NoScript; allar afkastabætingar í gegnum JavaScript eru óvirkar; sumar stærðfræðijöfnur gætu birst skringilega; myndgerð sumra letureiginleika er óvirk; sumar gerðir myndskráa eru óvirkar; Javascript er sjálfgefið óvirkt á öllum vefsvæðum; flest snið myndskeiða og hljóðs eru óvirk; og einhver letur og táknmyndir munu ekki birtast rétt.
Öruggara
Á þessu stigi verða HTML5-margmiðlunargögn undir 'smella-til-að-spila' í gegnum NoScript; allar afkastabætingar í gegnum JavaScript eru óvirkar; sumar stærðfræðijöfnur gætu birst skringilega; myndgerð sumra letureiginleika er óvirk; sumar gerðir myndskráa eru óvirkar; Javascript er sjálfgefið óvirkt á öllum vefsvæðum sem ekki nota HTTPS.
Staðlað
Á þessu öryggisstigi eru allir eiginleikar vafrans virkjaðir. Þetta er sá kostur sem nýtist við flest.