Ef þú hefur áhuga á að hjálpa til við að þýða hotendahandbókina eða Tor-vafrann yfir á móðurmálið þitt, væri það meira en vel þegið! Staðfærsla Tor-verkefnisins er hýst á Localization Lab svæðinu á Transifex, sem er utanaðkomandi þýðingakerfi. Til þess að geta lagt þitt af mörkum þar, þarftu að skrá þig hjá Transifex. Hér fyrir neðan eru grófar leiðbeiningar um hvernig hægt er að skrá sig og hefjast handa.

Áður en byrjað er að þýða ættirðu að lesa síðu Tor-verkefnisins á wiki-svæði Localization Lab. Þar finnurðu leiðbeiningar varðandi þýðingavinnuna og ýmis tilföng sem geta hjálpað við þýðingar á Tor.

NÝSKRÁ SIG Á TRANSIFEX
  • Farðu yfir á nýskráningarsíðu. Settu inn upplýsingar um þig í reitina og smelltu á 'Nýskrá'-hnappinn:

  • Fylltu út næstu síðu með nafninu þínu og veldu einnig "Staðfærsla/Localization" og "Þýðandi/Translator" úr fellilistanum:

  • Á næstu síðu skaltu velja 'Ganga til liðs við fyrirliggjandi verkefni' og halda síðan áfram.
  • Á næstu síðu skaltu velja úr fellilistanum þau tungumál sem þú skilur og halda síðan áfram.
  • Þú hefur nú verið skráð(ur)! Farðu yfir á Transifex-síðu Tor.
  • Smelltu á 'Ganga í teymið' hnappinn lengst til hægri:

  • Veldu tungumálið sem þú vill senda inn þýðingar fyrir úr fellivalmyndinni:

  • Tilkynning mun nú birtast efst á síðunni eins og hér er sýnt:

Eftir að aðild þín hefur verið samþykkt, geturðu byrjað að þýða; farðu til baka á [Transifex-síðu Tor(https://www.transifex.com/otf/torproject/) þegar þú ert klár í að hefjast handa.

Wiki-síða Localization Lab er einnig með upplýsingar um hvaða þýðingaskrár séu í sérstökum forgangi.

Takk fyrir að sýna áhuga á að hjálpa til við verkefnið!